Félagsleg liðveisla

Félagsleg liðveisla er persónulegur stuðningur og aðstoð við fatlaða einstaklinga til að koma í veg fyrir félagslega einangrun eða rjúfa hana. Félagsleg liðveisla getur m.a. falist í aðstoð og stuðningi við að sækja menningar- eða íþróttaviðburði, taka þátt í félagsstarfi eða að fara í sund eða á kaffihús, allt eftir áhugasviði hvers og eins.

Félagsleg liðveisla er oftast veitt sem persónuleg þjónusta, en einnig er boðið upp á hópastarf fyrir þá sem það kjósa.

Forstöðumaður félagslegrar liðveislu: Hlynur Már Erlingsson, hlynurmar@akureyri.is.
Verkefnisstjóri félagslegrar liðveislu; Petra Sæunn Heimisdóttir, petras@akureyri.is.