Búsetuþjónusta fyrir fatlað fólk

Búsetusvið rekur 12 þjónustukjarna og sambýli fyrir fatlað fólk með miklar þjónustuþarfir þar sem veitt er aðstoð við athafnir daglegs lífs allan sólarhringinn, auk áfangaheimilis fyrir fólk með geðrænan vanda. Einnig er veitt búsetuþjónusta á heimilum fatlaðs fólks sem býr í húsnæði á eigin vegum. Búsetuþjónusta er oftast veitt á grundvelli laga um málefni fatlaðs fólks.

Stuðningsþörf hvers og eins þjónustuþega er metin og gerður þjónustusamningur og þjónustuáætlun sem unnið er eftir. Þjónustuáætlun er endurnýjuð árlega í samráði við þjónustuþegann. Í þjónustunni felst ýmiskonar þjálfun og ráðgjöf eftir því sem hver og einn notandi þjónustunnar þarfnast í þeim tilgangi að draga úr áhrifum fötlunar og auka hæfni einstaklingsins til starfa og þátttöku í samfélaginu.

Á áfangaheimili fyrir geðfatlaða er unnið markvisst að því að þjálfa þjónustuþega og styrkja þá á þeim sviðum sem þarf til að þeir geti lifað sjálfstæðu lífi að aflokinni eða samhliða meðferð í heilbrigðis¬kerfinu. Búseta á áfangaheimili er tímabundin, oft á bilinu 18-24 mánuðir.

Ábyrgðaraðili: Laufey Þórðardóttir, sviðsstjóri, laufeyt@akureyri.is.