Búsetusvið

Búsetusvið veitir ýmis konar þjónustu sem miðar að því að styðja við sjálfstæða búsetu fólks og skapa fólki aðstæður til að lifa sem eðlilegustu lífi á heimili sínu þrátt fyrir skerðingu á færni og breytingu á högum sem kunna að verða samfara hækkandi aldri, fötlun eða veikindum. Þjónustan er veitt á grundvelli laga um félagsþjónustu sveitarfélaga og laga um málefni fatlaðs fólks. Þjónustan getur verið allt frá örfáum tímum í félagslegri liðveislu á mánuði til varanlegrar búsetu í þjónustukjarna með sólarhringsþjónustu.

Lögð er áhersla á að efla notendur þjónustunnar til sjálfshjálpar og sjálfstæðis með stuðningi, ráðgjöf og þjálfun eftir því sem við á og unnið er eftir hugmyndafræði um þjónandi leiðsögn og valdeflingu. Sérstök áhersla er lögð á að virða sjálfstæði og sjálfræði þeirra sem þjónustunnar njóta og að byggja traust og vináttu á milli þjónustuþega og starfsmanna.

Sviðsstjóri: Laufey Þórðardóttir, laufeyt@akureyri.is.