Hj˙krunar- og dvalarheimili­ HlÝ­

Hlíð

Hjúkrunar- og dvalarheimilið Hlíð er elst af öldrunarheimilum Akureyrarbæjar. Í upphafi hét heimilið Elliheimili Akureyrar og var byggt af Akureyrarbæ með stuðningi kvenfélagsins Framtíðarinnar. Heimilið var vígt 29. ágúst 1962 á 100 ára afmæli Akureyrarbæjar. Fyrstu heimilismenn voru 7 og var yfirlýstur tilgangur með rekstri heimilisins að veita öldruðu fólki á Akureyri heimilisvist með svo vægum kjörum sem unnt er.

Frá þeim tíma hefur heimilið stækkað og breyst, en á eldri heimilum eru einbýli lítil og nokkrir íbúar um hverja snyrtingu.

Í dag búa 124 íbúar í Hlíð að með töldum íbúum í raðhúsum sunnan Hlíðar, auk þess sem rými er fyrir 17 einstaklinga í skammtímadvalir.

Í Hlíð eru 9 heimili auk raðhúsa:

  • Aspar- og Beykihlíð
  • Eini- og Grenihlíð
  • Birki- og Lerkihlíð
  • Reyni- og Skógarhlíð
  • Víði- og Furuhlíð / raðhús

Hjúkrunarforstjóri öldrunarheimilanna er Helga Erlingsdóttir, með aðsetur í Hlíð, Austurbyggð 17, 600 Akureyri, s: 460-9100, helgae@akureyri.is

Aspar- og Beykihlíð

Aspar- og Beykihlíð eru staðsettar á annarri hæð í nýjustu byggingunni í Hlíð, sem tekin var í notkun í nóvember 2006. Á hvoru heimili fyrir sig eru 15 rúmgóð einstaklingsherbergi með sér snyrtingu og sturtu. Tvö herbergi á hvoru heimili eru með hurð á milli, svo hjón geta búið þar saman ef svo ber undir. Einnig eru á hverju heimili setustofa og borðstofa með eldhúskrók, þar sem möguleiki er fyrir létta matargerð.

Forstöðumaður Aspar- og Beykihlíðar er: Brynja Vignisdóttir.

Viðvera alla virka daga frá kl. 8:00 - 16:00. Netfang: brynjav@akureyri.is

Læknir Aspar- og Beykihlíðar er: Ragnheiður Halldórsdóttir.

Símanúmer Aspar- og Beykihlíðar:

Beinn sími: 460 9160 / 460 9163

Eini- og Grenihlíð

Eini- og Grenihlíð eru staðsettar á þriðju hæð í nýjustu byggingunni í Hlíð, sem tekin var í notkun í nóvember 2006. Á hvoru heimili fyrir sig eru 15 rúmgóð einstaklingsherbergi með sérsnyrtingu og sturtu. Tvö herbergi á hvoru heimili eru með hurð á milli, svo hjón geta búið þar saman ef svo ber undir. Einnig eru á hvoru heimili setustofa og borðstofa með eldhúskrók, þar sem möguleiki er fyrir létta matargerð.

Förstöðumaður Eini- og Grenihlíðar er: Klara Jenný Arnbjörnsdóttir.

Viðvera virka daga frá kl: 8:00 til 16:00. Netfang: klara@akureyri.is

Læknir Eini- og Grenihlíðar: Ragnheiður Halldórsdóttir.

Símanúmer Eini- og Grenihlíðar:
Beinn sími: 460 9170 / 460 9173

 

Lerkihlíð

Í  Lerkihlið eru 10 íbúar var heimilið gert upp árið 2008. Flest pláss á Lerkihlíð eru skammtímapláss.

Forstöðumaður Lerkihlíðar er: Unnur Harðardóttir, sími 460 9131.

Viðvera alla virka daga frá kl. 8-16. Netfang: unnurh@akureyri.is

Lerkihlíðar er: Ragnheiður Halldórsdóttir. 

Símanúmer  Lerkihlíðar:
Beinn sími: 460 9130 / 460 9134

Reyni- og Skógarhlíð

Í Reyni- og Skógarhlíð búa 19 íbúar. Skógarhlíð er heimili fyrir aldraða einstaklinga með minnissjúkdóma og eru þar 9 íbúar. Í Reynihlíð eru 10 íbúar.

Forstöðumaður Reyni- og Skógarhlíðar er: Unnur Harðardóttir, sími 460 9131.                      

Viðvera alla virka daga frá kl. 8:00 til 16:00. Netfang: unnurh@akureyri.is

Læknir Reyni- og Skógarhlíðar er: Ragnheiður Halldórsdóttir.

Símanúmer Reyni- og Skógarhlíðar:
Beinir símar:
- Reynihlíð: 460 9120

- Skógarhlíð: 460 9125

Víði- og Furuhlíð / raðhús

Víðihlíð er á 2. hæð og þar búa 16 íbúar með sameiginlega borð-og setustofu.

Furuhlíð er á tveimur hæðum 2. og 3ju með sameiginlega borð-og setustofu á 3ju hæðinni, íbúarnir eru 14, sjö á hvorri hæð.

 Í raðhúsunum búa 16 íbúar, þar eru 8 einstaklingsíbúðir og 4 hjónaíbúðir.

Forstöðumaður Víðihlíðar, Fururhlíðar og raðhúsa er: Bryndís Björg Þórhallsdóttir.
Viðvera alla virka daga frá kl. 8:00 til 16:00.  Netfang: bryndisbjorg@akureyri.is

Læknir Víðihlíðar, Furuhlíðar og raðhúsa er: Ragnheiður Halldórsdóttir. 

Símanúmer Víðihlíðar og raðhúsa:
Beinn sími: 460 9150.

Símanúmer Furuhlíðar:
Beinn sími: 460 9156.