Vorboðinn kominn í Grímsey

Mynd: Friðþjófur Helgason.
Mynd: Friðþjófur Helgason.

Fyrstu rauðmagar ársins veiddust við Grímsey í síðustu viku en þar á bæ eru þeir kallaðir vorboðar, órækur vitnisburður um að sólin hækkar á lofti og líður að vori. Rauðmagarnir fengust í net sem eru lögð yfir vetartímann á um 50-60 faðma dýpi og eru látin liggja í sólarhring í senn.

Rauðmaginn er karlkyn (hængur) hrognkelsisins en kvenkynið (hrygna) kallast grásleppa. Rauðmaginn hefur mælst lengstur 50 sm hér við land en er þó oftast 28-40 sm. Grásleppan getur orðið allt að 60 sm á lengd, en oftast er hún 35-54 sm og um 5 kg. Hrognkelsið lifir á hörðum botni á 20-200 m dýpi en utan hrygningartímans finnst það oft miðsvæðis langt úti í hafi.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan