Vinna kvenna í 800 ár – vefnaður frá landnámi til miðalda

Vefnaður var mikilvægur fyrir efnahag Íslands allt frá landnámi en ekki síður fyrir íslenskra konur. Ritaðar heimildir frá miðöldum og síðmiðöldum greina frá vefnaði og framleiðslu hans en hinar ríkulegu heimildir íslenskra fornleifa eru minna þekktar. Þær varpa hins vegar óvæntu ljósi á ríkulegan arf af vinnu kvenna. Elstu efnisbútarnir frá landnámstíma sýna að íslenskar vefnaðarhefðir tvinna saman aðferðir frá Noregi og Bretlandseyjum. Hvað getur Bláklædda konan, landnámskonan sem fannst árið 1938 í gröf á Austurlandi, sagt okkur?  Hvernig endurspeglast breytingar á loftslagi og viðskiptaháttum í vefnaði? Var framleiðslan fjölbreyttari fyrr á öldum? Hvernig var vefnaður mikilvægur fyrir stöðu kvenna?

Úr þessum efniviði hefur fornleifa- og textílfræðingurinn Michéle Hayeur Smith frá Brown háskóla í Bandaríkjunum unnið viðamiklar rannsóknir undanfarin sex ár á íslenskum vefnaði. 

Viðburðurinn er skipulagður af Minjasafninu á Akureyri í samvinnu við Norðurslóðanet Íslands og Listasafnið á Akureyri. Fyrirlesturinn verður í  Ketilhúsinu fimmtudaginn 27. október kl. 17 og fer fram á ensku, en er myndrænn og aðgengilegur.

Aðgangur ókeypis. 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan