Vinabæjarmót ungmenna á Akureyri

Mynd: Þórgnýr Dýrfjörð.
Mynd: Þórgnýr Dýrfjörð.

Dagana 26. júní til 1. júlí er norrænt vinabæjarmót ungmenna haldið á Akureyri. Um árlegan viðburð er að ræða sem haldinn er til skiptis í norrænu vinabæjunum Ålesund í Noregi, Lahti í Finnlandi, Randers í Danmörku, Västerås í Svíþjóð og Akureyri. Sjötíu ungmenni á aldrinum 16-20 ára taka þátt í vinabæjarmótinu, auk þess sem stjórnmála- og embættismenn heimsækja bæinn.

Það eru því ríflega 100 manns sem nú treysta vinaböndin á milli bæjarfélaganna og vinna saman. Ungmennin eru hingað komin til þess að fást við fjölbreytt verkefni og starfa í fjórum ólíkum smiðjum þar sem unnið er með sameiginlegt þema sem er "láttu það ganga" eða "pay it forward“. Þar kanna þau möguleika á því hvernig hægt er að forðast slæmar aðstæður og finna frið að nýju.

Lokahátíðin fer fram föstudaginn 1. júlí  kl. 17 í Hamraborg í Hofi þar sem ungmennin sýna afrakstur smiðjanna sem þau hafa unnið í undanfarna daga. Bæjarbúar eru hvattir til að koma og eru hjartanlega velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Við bjóðum þessa góðu gesti hjartanlega velkomna til Akureyrar og fylgjumst vel með framtaki þeirra næstu daga.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan