Viðburðaríkt í Hrísey

Hríseyjarkirkja. Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
Hríseyjarkirkja. Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.

Það verður mikið um að vera í Hrísey næstu daga. Samsýning fjögurra myndlistarmanna verður opnuð í húsi Hákarla-Jörundar á fimmtudag, 27. nóvember, og síðan hefst undirbúningur jólanna með jólahlaðborði, aðventustund og loks tendrun ljósanna á jólatrénu á mánudag.

Fimmtudaginn 27. nóvember kl. 17 opna fjórir erlendir listamenn áhugaverða myndlistarsýningu í húsi Hákarla–Jörundar í Hrísey. Listamennirnir eru Anna Rose og Jill Christine Miller frá Bandaríkjunum, Junya Kataoka frá Japan og Rie Iwatake sem fæddist í Suður–Afríku en ólst upp í Japan. Fjórmenningarnir hafa undanfarið dvalist í Gamla skólanum í Hrísey en hann er rekinn af félaginu Norðanbáli með það að markmiði að listamenn fái möguleika til þess að vera í Hrísey og vinna þar að list sinni. Á sýningunni í húsi Hákarla–Jörundar eru olíumálverk og innsetningar. Titill sýningarinnar, Convergence, vísar til þess að ólíkir listamenn hafi unnið að verkum sínum en stefni að sama punkti sem kristallast í sýningunni í húsi Hákarla–Jörundar. Sýningin er opin fimmtudaginn 27. nóvember frá kl. 17-19 og laugardaginn 29. nóvember frá kl. 15-17.

Jólaföndur á vegum foreldrafélags Hríseyjarskóla verður haft í skólanum laugardaginn 29. nóvember og hefst kl. 13.

Laugardaginn 29. nóvember verður jólahlaðborð í Brekku. Miðapantanir í síma 891 9614.

Aðventustund í Hríseyjarkirkju verður haldin fyrsta sunnudag í aðventu 30. nóvember kl. 20.

Mánudaginn 1. desember verður kveikt á jólatrénu kl. 17. Heitt súkkulaði og smákökur í boði Júllabúðar á eftir.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan