Verndun þjóðmenningar

Guðrún Ingimundardóttir heldur kynningu á sáttmála UNESCO um verndun þjóðmenningar í Deiglunni á Akureyri í dag, miðvikudaginn 29. apríl, kl. 17.00.

Kynningin er í tengslum við verkefni sem ÞjóðList er að vinna fyrir menntamálaráðuneytið sem er að greina þætti menningarerfða (þjóðmenningar / óáþreyfanlegs menningararfs) sem finnast á Íslandi með því að safna upplýsingum um stofnanir, frjáls félagasamtök, hópa og jafnvel einstaklinga sem stunda/vinna með íslenskar menningarerfðir. Markmiðið með verkefninu er að afla nauðsynlegra upplýsinga til að innleiða sáttmála UNESCO um verndun menningaerfða frá árinu 2003 og uppfylla ákvæði hans.

Hugtakið "menningarerfðir" merkir "siðvenjur, framsetning, tjáningarform, þekking, færni – ásamt tækjum, hlutum, listmunum og menningarrýmum sem þeim tengjast  –  sem samfélög, hópar og, í sumum tilvikum, einstaklingar telja hluta af menningararfleifð sinni." [2. gr. sáttmála UNESCO um verndun menningarerfða].

Allir sem áhuga hafa á að vilhalda þjóðmenningu okkar Íslendinga eru hvattir til að mæta.

Sjá meira.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan