Útsvar á föstudagskvöld - Akureyri mætir Dalvíkurbyggð

Það styttist í hörkuviðureign í Útsvarinu, spurningakeppni sveitarfélaganna á RÚV, þegar lið Akureyrar og Dalvíkurbyggðar mætast á næsta föstudagskvöld. Lið Akureyrar er að þessu sinni skipað þremenningum sem allir tengjast fjölskylduböndum. Urður Snædal heldur áfram frá því í fyrra en með henni að þessu sinni verða maðurinn hennar Ragnar Elías Ólafsson og faðir hans, tengdafaðir Urðar, Ólafur Helgi Theodórsson. Liðið er því afar samstillt og æfingabúðum slegið upp í hvert sinn sem þau þrjú hittast. Mótherjarnir frá Dalvíkurbyggð verða leystir út með góðum gjöfum hvernig sem leikar enda en þær eru: Gjafabréf frá Menningarfélagi Akureyrar, tveggja daga lyftupassi, skíðakennsla og leiga á skíðagræjum frá Hlíðarfjalli, gisting á Icelandair hóteli og veitingastaðurinn RUB 23 gefur matarveislu og uppskriftabók skrifaða af Einari Geirssyni matreiðslumann á RUB 23.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan