Útilistaverk á Akureyri

Forsíða bæklings Akureyrarstofu um útilistaverk á Akureyri.
Forsíða bæklings Akureyrarstofu um útilistaverk á Akureyri.

Snemma síðasta sumar kom út á vegum Akureyrarstofu fallegur bæklingur með kortum af bæjarhlutum og helstu upplýsingum um útilstaverkin á hverjum stað, vígsluár og höfund. Útgáfan er ætluð jafnt ferðamönnum sem heimafólki til ánægju og fróðleiks.

Upplagt er að hafa bæklinginn við höndina þegar farið er í gönguferðir um bæinn og má nálgast netútgáfu hans til útprentunar á Visitakureyri.is. Þar er einnig að finna ítarlegri upplýsingar um flest verkanna og upplýsingar um fleiri verk sem ekki eru skráð í bæklinginn.

Útilistaverk á Akureyri á pdf-formi.

Kaflaskiptar upplýsingar um verkin í bænum á Visitakureyri.is.

Bæklingurinn var unninn og gefinn út með stuðningi Menningarráðs EYÞINGS.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan