Úrslit í ljósmyndakeppni

Frá afhendingu verðlaunanna: Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri, Kristinn Magnússon sem tók við …
Frá afhendingu verðlaunanna: Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri, Kristinn Magnússon sem tók við verðlaunum Gretu Huldar Mellado, Ármann Hinrik Kolbeinsson, Páll Jóhannesson og Guðrún Torfadóttir.

Í tilefni Evrópsku samgönguvikunnar var efnt til ljósmyndakeppni þar sem þemað var "Fólk og hjól". Um 50 myndir bárust í keppnina og var vandasamt verk að velja úr fjölmörgum góðum myndum.

Það varð niðurstaða dómnefndar að velja mynd eftir Pál Jóhannesson sem bestu myndina en í öðru sæti varð mynd eftir Ármann Hinrik Kolbeinsson. Í þriðja til fjórða sæti urðu síðan myndir eftir Guðrúnu Torfadóttur og Gretu Huld Mellado.

Páll hlaut forláta Mongoose Crossway reiðhjól að launum, Ármann Hinrik fékk dagspassa fyrir tvo í Hlíðarfjall og 10 miða kort í Sundlaug Akureyrar, Guðrún og Greta Huld hlutu hvor um sig dagspassa fyrir einn í Hlíðarfjall og 10 miða kort í Sundlaug Akureyrar.

Við óskum þeim öllum til hamingju.


1. sæti - Páll Jóhannesson.


2. sæti - Ármann Hinrik Kolbeinsson.


3.-4. sæti - Guðrún Torfadóttir.


3.-4. sæti - Greta Huld Mellado.

Fleiri myndir má sjá á Fésbókarsíðu Samgönguvikunnar á Akureyri.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan