Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra auglýsir eftir umsóknum

Stofnaður hefur verið nýr sjóður, Uppbyggingasjóður Norðurlands eystra. Sjóðurinn er hluti af samningi um Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2015-2019 sem undirritaður var í febrúar sl. Sjóðurinn er samkeppnissjóður og tekur við hlutverki Menningarráðs Eyþings,  Vaxtarsamnings Eyjafjarðar og Vaxtarsamnings Norðausturlands og veitir verkefnastyrki til menningarverkefna, atvinnuþróunar og nýsköpunar, auk stofn- og rekstrarstyrkja til menningarmála.

Í ár lítur uppbyggingasjóðurinn sérstaklega til verkefna sem jafna stöðu kynjanna og aldurshópa á svæðinu. Auk þess hafa þær umsóknir forgang sem uppfylla eitt eða fleiri eftirtalinna skilyrða.

Á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar:

  • Verkefni sem stuðla að nýtingu auðlinda svæðisins til atvinnusköpunar
  • Verkefni sem til þess eru fallin að auka fjölbreytni atvinnutækifæra
  • Verkefni sem stuðla að samstarfi atvinnulífs, háskóla og þekkingarstofnana
  • Verkefni sem efla nýsköpun og atvinnuþróun

Umsóknum skal skilað rafrænt til uppbyggingarsjóðs á netfangið uppbygging@eything.is á þar til gerðum eyðublöðum sem nálgast má hér og eyðublað fyrir kostnaðargreiningu stærri verkefna sem nálgast má hér. Umsóknarfrestur er til og með 13. maí. Tilkynnt verður um úthlutun í júní. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér verklagsreglur uppbyggingarsjóðs sem eruaðgengilegar hér.

Nánari upplýsingar um Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra veitir Baldvin Valdimarsson (baldvin@afe.is / sími 460 5701).

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan