Ung­linga­lands­mót UMFÍ um næstu helgi

Mynd frá UMFÍ.
Mynd frá UMFÍ.

Ung­linga­lands­mót UMFÍ verður haldið á Ak­ur­eyri um versl­un­ar­manna­helg­ina. Mót­in hafa notið mik­illa vin­sælda á und­an­förn­um árum og hafa gest­ir verið um og yfir 10.000. Á Ak­ur­eyri má þó bú­ast viðtölu­vert meiri mann­fjölda þar sem fjöl­skyldu­hátíðin Ein með öllu verður hald­in sam­tím­is á Ak­ur­eyri.

Ung­linga­lands­mót UMFÍ eru vímu­laus íþrótta- og fjöl­skyldu­hátíð þar sem keppt verður í 29 keppn­is­grein­um og all­ir á aldr­in­um 11-18 ára geta tekið þátt. Það skal tekið fram að þeir sem skrá sig þurfa ekki að vera í neinu íþrótta­fé­lagi, all­ir eru vel­komn­ir. Þeir sem yngri eru fá vissu­lega að spreyta sig og er gríðarlega fjöl­breytt dag­skrá fyr­ir þau og alla fjöl­skyld­una.

Mótið hefst fimmtu­dag­inn 30.júlí með keppni í golfi og síðan rek­ur hver keppn­is­grein­in aðra yfir helg­ina. Skrán­ing kepp­enda stend­ur yfir á umfi.is en henni lýk­ur á miðnætti í kvöld, 26. júlí.

Frek­ari upp­lýs­ing­ar má finna á heimasíðu UMFÍ.
 
Frétt af mbl.is.
Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan