Tungumál Akureyringa

Í febrúar verður fjölbreytileikanum fagnað á Amtsbókasafninu á Akureyri og mánuðurinn tileinkaður hinum ýmsu tungumálum sem Akureyringar tala og fleirum til. Sýndar verða þýðingar á sögu Andra Snæs Magnasonar um Bláa hnöttinn en sagan hefur verið þýdd á yfir 30 tungmál. Mismunandi útgáfur á ólíkum tungumálum sýna vel þann skemmtilega mun sem er á tungumálum og letri.

Laugardaginn 6. febrúar kl. 14 lesa fulltrúar nokkurra þeirra tungumála sem töluð eru á Akureyri upp úr ólíkum þýðingum sögunnar og leyfa gestum að heyra hvernig þau hljóma. Allir eru hjartanlega velkomnir.

Alþjóðadegi móðurmálsins verður síðan fagnað sunnudaginn 21. febrúar.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan