Þýska blásarasveitin The Upper Rhine Youth Wind Band í Hofi á Akureyrarvöku

Þýska blásarasveitin The Upper Rhine Youth Wind Band heimsækir Hof á Akureyrarvöku. Sveitin samanstendur af 60-70 hljóðfæraleikurum á aldrinum 14 – 25 ára. Þau verða á ferðalagi um Ísland í ágúst og koma m.a fram með blásarasveit í Reykjavík, en þau hafa ferðast víða um heim og komið fram. Sveitin undirbýr tónleikaferðalög sín með æfingum tvisvar í mánuði og oftar þegar líður að tónleikum, og árlegir hausttónleikar þeirra eru hápunkturinn á starfinu.

Á efnisskránni í ár eru mismunandi tónverk, allt frá krefjandi klassískum verkum yfir í léttari tónlist og jazz útsetningar. Má þar nefna m.a Hróa Hött og Festive Overture. Stofnandi hljómsveitarinnar er Julian Gibbons en hann hefur verið farsæll í starfi sínu sem stjórnandi og tónlistarkennari. Hann stofnaði sinfóníuhljómsveitina TyrRhenum í Basel í Sviss og var einn af upphafsmönnum BISYOC sem er alþjóðlegt samstarf sinfóníuhljómsveita fyrir ungt fólk með þáttakendur frá tíu þjóðum. 

Tónleikar sveitarinnar verða í Hömrum laugardaginn 27. ágúst klukkan 16:00 - enginn aðgangseyrir.

Áður en að tónleikunum kemur mun þýska sveitina marsera kl. 13 frá Rósenborg, niður Gilið, inn göngugötuna og enda í Hofi þar sem þau gera sig tilbúin fyrir glæsilega lúðrasveitartónleika.

Hérna má sjá link á youtube frá sveitinni þar sem spilað er á tónleikum 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan