Takmörkun bílastæða á Einni með öllu

Dagskrá Einnar með öllu er afar fjölbreytt og dreifist víða um bæinn en þungamiðjan er á miðbæjarsvæðinu. Fækka þarf bílastæðum á ákveðnum svæðum til að koma fyrir afþreyingu og eru takmarkanir m.a. á bílastæðinu við Skipagötu, á planinu við menningarhúsið Hof og Átak og í og við göngugötuna.

Á Sparitónleikunum við Samkomuhúsið á sunnudagskvöldið má gera ráð fyrir fjölda gesta en þá þarf að takmarka umferð við Drottningabrautina. Ferðalangar eru hvattir til að leggja ætíð löglega og nota almenningssamgöngur ef það hentar. Hægt verður að leggja bílum m.a. við Hofsbót (í námunda við BSO), á hluta bílastæðisins við Skipagötu, á hluta stæðisins við Hof og Átak, við Ráðhúsið, víða við Strandgötuna og á Glerártorgi.

Fjölbreytt afþreying verður í boði við Réttarhvamm við Hlíðarfjallsveg og er fólk hvatt til að leggja á flötinni við Hlíðarbraut og passa að halda leiðinni að tjaldsvæði mótsgesta á Unglingalandsmóti UMFÍ sem er nokkru ofar ótepptri.

Skemmtum okkur fallega saman, sýnum tillitssemi og leggjum löglega.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan