Tækifæri í afþreyingarferðaþjónustu

Ísland er í næstefsta sæti yfir bestu áfangastaði heims fyrir afþreyingarferðamennsku samkvæmt Adventure Tourism Development Index (ATDI) en einkenni slíkrar ferðamennsku er að hún sameinar líkamlega hreyfingu, menningarupplifun og náið samband við náttúruna.

Ísland var í fimmta sæti á þessum lista árið 2011 en skýst nú upp í annað sæti og fer þar með fram úr vinsælum áfangastöðum á borð við Nýja Sjálandi og Kanada. Einungis Sviss stendur Íslandi framar á þessu sviði. Alls eru 197 lönd tekin fyrir í skýrslunni sem gefin var út af The Adventure Travel Trade Association (ATTA) og George Washington Háskólanum.

María Helena Tryggvadóttir, verkefnastjóri ferðamála hjá Akueyrarstofu, segir að þessi niðurstaða sé afar ánægjuleg og færi okkur heim sanninn um að enn séu mikil og vannýtt tækifæri fólgin í ferðaþjónustunni á Norðurlandi.

"Út frá þekkingu okkar á ferðamönnum sem heimsækja Ísland vitum við að náttúran er okkar helsta aðdráttarafl, auk þess sem Ísland státar af fjölbreyttu framboði af afþreyingu allt árið. Akureyri og Norðurland ættu að geta nýtt sér þetta tækifæri til að auka hlut sinn á þessu sviði með auknu framboði á afþreyingu eins og t.d.  fugla- og hvalaskoðun, veiði, hjóla-, hesta- og skíðaferðum, svo fátt eitt sé nefnt. Það er líka mjög athyglisvert að skýrslan sýnir að um 69% af þessum markhópi notar vefleit til að afla sér gagna en það auðveldar afþreyingaraðilum að koma sér á framfæri óháð staðsetningu. Áhugaverð afþreying og góðar og aðgengilegar upplýsingar á vefnum eru því lykillinn að ná árangri," segir María Helena.

Skýrsla ATDI afþreyingarferðaþjónstu.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan