Sumarnámskeið fyrir börn

Fjölbreytt sumarnámskeið eru í boði fyrir börn á Akureyri sem tengjast ýmsum viðfangsefnum eins og siglingum, hestum og tölvum svo dæmi séu nefnd. Eitt námskeiðanna ber heitið „Fallegi bærinn minn, Akureyri”, en markmið þess er meðal annars að kynnast bænum á ólíkan hátt, læra og fræðast um söguna, störfin og fyrirtækin auk þess að festa upplifunina á mynd. Fyrir námskeiðinu standa Kristján Atli Baldursson og Kristín Björg Emilsdóttir en hugmyndasmiður námskeiðsins er Jóhann Norðfjörð.

Enn er hægt að skrá sig á hin ýmsu námskeið, nánari upplýsingar á vef Akureyrarbæjar

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan