Samkomulag við Klakk

Á mánudag var undirritað samkomulag Akureyrarbæjar og Skátafélagsins Klakks um lok á uppbyggingar- og framkvæmdasamningi sem var upprunalega gerður í maí 2014 og snýst um að skapa félaginu viðunandi aðstöðu fyrir starfsemi sína. 

Klakkur hefur undanfarið haft neðstu hæð Þórunnarstrætis 99 fyrir starfsemi félagsins, alls um 320 m². Heildarkostnaður við endurnýjun innahúss fyrir Klakk var um kr. 60 milljónir.

Leigusamningur er til 31. maí 2045 en með samkomulaginu sem undirritað var í gær telst uppbyggingar- og framkvæmdasamningur milli Akureyrarbæjar og Skátafélagsins Klakks að fullu uppfylltur. Greiðslur sem tilgreindar eru í samningi á árunum 2014 til 2018 teljast að fullu greiddar.

Einnig veitti Akureyrarbær Skátafélaginu Klakki heimild til þess að selja skátaheimilið Hvamm við Hafnarstræti 49 og andvirði sölunnar skal eingöngu ráðstafað til uppbyggingar félagsins í samráði við samfélags- og mannréttindaráð Akureyrarbæjar.

Á meðfylgjandi mynd sem tekin var eftir undirritun samkomulagsins eru frá vinstri: Tryggvi Marinósson framkvæmdastjóri Hamra, útilífs- og umhverfismiðstöðvar skáta, Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri, Ólöf Jónasdóttir félagsforingi Skátafélagsins Klakks og Silja Dögg Baldursdóttir formaður samfélags- og mannréttindaráðs.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan