Starfsfóstrun hjá ÖA

starfsfostranamÍ síðustu viku luku 19 konur á vegum Öldrunarheimila Akureyrar 40 klst. löngu námskeiði um starfsfóstrun. Þessar konur eru frumkvöðlar í starfsfóstrun á vegum bæjarins og munu nú fóstra nýtt starfsfólk hjá öldrunarheimilunum og bera ábyrgð á farsælli innleiðingu þeirra í hin ýmsu störf.

Starfsfóstranámskeiðið er afurð verkefnis sem hlaut heitið „Innleiðing fóstrakerfis” og var unnið í samvinnu Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar og Akureyrarbæjar, með styrk frá Starfsmenntaráði.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan