Sölubasar Rauða krossins

mynd af hannyrðakonunum
mynd af hannyrðakonunum

Þær eru harðduglegar konurnar sem vinna sjálfboðaliðastarf hjá Rauða krossinum við ýmiskonar fallegt handverk s.s. prjón og hekl svo úr verða vettlingar, prjónasokkar, húfur og teppi svo dæmi sé tekið. Allt er þetta skjólfatnaður sem kemur að góðum notum. Konurnar hafa aðstöðu í félagsmiðstöðinni í Víðilundi 22. Þetta fallega handverk er til sölu á vikulegum basar Rauða krossins sem er opinn alla föstudaga kl. 13-15.30 rennur allur ágóði sölunnar til Rauða krossins.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan