Snjómokstur í bænum

Mikið hefur snjóað upp á síðkastið og víða er orðið þungfært í þröngum húsagötum.

Nú er unnið hörðum höndum að mokstri gatna á Eyrinni, hluta af Brekkunni, í Giljahverfi og Naustahverfi, og er vonast til að sú vinna klárist í dag.

Á sama tíma er hafin mokstur í miðbænum, Gerðahverfi, Holtahverfi, Lundahverfi, Síðuhverfi og Neðri-Brekku. Þeirri vinnu verður áframhaldið á morgun.

Reiknað er með að mokstri í öllum húsagötum í bænum verði lokið fyrir helgi. Þá er spáð björtu veðri og ætti þá að vera hægt að vinna á þeim miklu snjósköflum sem víða hafa myndast á síðustu vikum.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan