Snigill og flygill

Michael Jón Clarke.
Michael Jón Clarke.

Föstudaginn 3. október hefst tónleikaröðin Föstudagsfreistingar á vegum Tónlistarfélags Akureyrar. Fyrstu tónleikarnir bera yfirskriftina ,,Snigill og flygill“ og það eru Michael Jón Clarke baritón og Daníel Þorsteinsson píanóleikari sem frumflytja 10 glæný lög eftir Michael Jón við skopleg og myndræn ljóð Þórarins Eldjárns á tónleikunum.

Einnig verður myndum Sigrúnar Eldjárns varpað á tjald. Veitingastaðurinn 1862 Nordic Bistro framreiðir súpu sem tónleikagestir geta notið og er það innifalið í miðaverði. Tónleikarnir hefjast klukkan 12.00 og fara fram í Hömrum í Menningarhúsinu Hofi. Aðgangseyrir er 2.500 krónur en 2.000 fyrir félaga í Tónlistarfélagi Akureyrar.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan