Skólastarfið að hefjast

Akureyri. Mynd: Auðunn Níelsson.
Akureyri. Mynd: Auðunn Níelsson.
Starfið í grunnskólum bæjarins hefst á mánudaginn með skólasetningu, kynningu á skólastarfinu og viðtölum við nemendur og foreldra þeirra. Kennsla hefst síðan yfirleitt á þriðjudag en sums staðar á miðvikudag samkvæmt stundarskrá. Grunnskólar Akureyrarbæjar eru 10 og nemendur sem hefja nám núna um 2.650, þar af eru tæplega 300 að hefja grunnskólagönguna.
 
Nánari upplýsingar um hvenær nemendur eiga að mæta til skólasetningar eru á heimasíðum skólanna. Þar á einnig að vera hægt að finna upplýsingar um hvenær almenn kennsla hefst og innkaupalista fyrir einstakar bekkjardeildir.

Af skólunum sjö á Akureyri er Brekkuskóli fjölmennastur með u.þ.b. 500 nemendur og Oddeyrarskóli fámennastur með tæplega 200 nemendur. Fámennustu skólarnir eru Grímseyjarskóli með 5 nemendur í 1.–8. bekk og Hríseyjarskóli með 15 nemendur í 1.–10. bekk. Þá er rekinn sérskóli, Hlíðarskóli, fyrir u.þ.b. 20 nemendur.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan