Sjómannadagurinn á Akureyri

Húni II
Húni II

Það styttist í sjómannadaginn en honum verður fagnað á Akureyri frá 1.-3. júní með fjölbreyttri dagskrá í Sandgerðisbót, við Pollinn, í Hofi og á Hömrum útivistarsvæði. Sjá yfirlit yfir dagskrána á www.visitakureyri.is og hér fyrir neðan:

FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ
Kl. 20 Torfunefsbryggja
Húni II, sigling og sjómannalög.  Nokkrir karlakórsmenn undir stjórn Snorra Guðvarðar syngja nokkur sívinsæl sjómannalög.  Gestir hvattir til að mæta í lopapeysum með prjónahúfur eða sjóhatta.  Boðið verður upp á mat úr héraði.  Miðar seldir um borð eftir klukkan 18 verð kr. 2500.  Happadrætti, heppinn farþegi fær útsýnisflug fyrir tvo með sjóflugvél Arngríms Jóhannssonar.  http://www.huni.muna.is/

LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ
Kl. 10-17  Bátavélasýning Þórhalls Matthíassonar
Að Óseyri 20, boðið verður upp á súpu frá Kaffi Ilm.  Á sama stað verður flóamarkaður með ýmsum skemmtilegum munum.
Kl. 10-12   Bryggjustemmning í Sandgerðisbót. 
Gengið á milli verðbúða og bryggjurnar verða opnar.  Félagar í sjóbjörgunarflokki hjá Björgunarsveitinni Súlum verða með slöngubátinn á svæðinu og bjóða börnum í stutta siglingu.  
Fiskverkunin Hnýfill verður með kynningu á vörum og gefur að smakka reyktan fisk.
Norðurport verður með opinn markað með skemmtilega og fjölbreytta vöru. 
Hafbjörgin EA 174 verður til sýnis í Bótinni til minningar um Bergstein Garðarsson trillusjómann sem lést nýverið.
KL. 11 Siglingaklúbburinn Nökkvi og skútueigendur kynna skútusiglingar
Kl. 12  Siglingaklúbburinn Nökkvi býður áhugasömum upp á að sigla með skútum. Siglt frá Hofsbryggju
Kl. 13-17 Norðurport verður með markað á Ráðhústorgi
KL. 14-17 Fjölskyldudagskrá að Hömrum, stórglæsileg dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Tónlist, leiktæki og ýmiskonar uppákomur fyrir unga sem aldna. 

SUNNUDAGUR   Sjómannadagurinn 3. júní
Kl. 8  Fánar dregnir að húni.
Kl. 11  Sjómannamessur í Akureyrarkirkju og Glerárkirkju.
Kl. 12.15   Við Glerárkirkju verður lagður blómsveigur að minnisvarða um týnda og drukknaða sjómenn.
Kl. 13 Húni II leggur úr höfn frá Torfunefsbryggju og siglir að Sandgerðisbót.  Þar safnast smábátarnir saman og sigla hópsiglingu inn á Torfunefsbryggju.  Eldri sögulegir trébátar sigla einnig með Húna, framhjá Torfunefsbryggju og inn að  Hofi. 
Allir bátarnir verða komnir á Pollinn klukkan 14.
Kl. 13.45  Menningarhúsið Hof - Hljóðfæraleikarar úr Lúðrasveit Akureyrar spila meðan fólk safnast saman og smábátar sigla inn Pollinn.  
Kl. 14-16   Menningarhús Hof - Dagskrá hefst á sviði og verður kynnir Pétur Guðjónsson. Flutt verður ræða sjómannsdóttur og er hún í höndum Ragnhildar Benediktsdóttur frá Jötunfelli.  Yfirskrift ræðunnar “Afi og pabbi voru tryllukarar í Bótinni". 
Ljóðið Brimlending eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi verður flutt.
Strandmenningarfélag Akureyrar veitir viðurkenningu og Hlín Bolladóttir bæjarfulltrúi  Akureyrarbæjar flytur ávarp. Félagar úr Karlakór Akureyrar-Geysi flytja sívinsæl sjómannalög undir stjórn Snorra Guðvarðarsonar.
Kl. 15  Kappróður hefst á Pollinum  og endar við Hof.
Kl. 16  Krakkar og siglingar, siglingamenn Nökkva sýna siglingar og bátana.
Kl. 16.15 og 17.15 Sigling um Pollinn með Húna II.  Tvær ferðir í boði Sjómannafélags Eyjafjarðar.  Kaffisala um borð.   
Kl. 17 Arngrímur Jóhannsson flugkappi lendir sjóvélinni sinni á Pollinum.
Kl. 18 Borgarbíó.  Frumsýning á heimildarmyndinni 12-1 þar sem fylgst er með ferð eikarbátsins Húna II til Færeyjar. Frír aðgangseyrir.        

Einn er sá dagskrárliður á sjómannadegi sem ætíð vekur upp kátínu og kapp en það er róðrakeppnin, þar sem tekist er á á Pollinum. Þar reynir aldeilis á að þátttakendur hafi krafta í kögglum og séu samtaka við að koma bátunum á almennilegt skrið.

Áhugasamir um að láta slag standa í róðrakeppni eru hvattir til að stofna lið með vinum og vandamönnum, kollegum eða hverjum þeim sem vilja reyna sig í róðrakeppni og skrá sig með því að hafa samband við Rúnar Þór Björnsson hjá siglingaklúbbnum Nökkva í síma 864 5799 og í netfanginu siglingaklubburinn@gmail.com

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan