Síðuskóli 30 ára

Síðuskóli á Akureyri fagnar í dag 30 ára starfsafmæli sínu en kennsla hófst þar í september árið 1984. Í tilefni dagsins er hefðbundin kennsla brotin upp og nemendum skipt í hópa þvert á árganga. Þar takast þeir á við fjölbreytt verkefni sem reyna á líkama og sál í stutta stund í einu og skipta síðan um viðfangsefni.

Í hádeginu fá svo allir hamborgara en fulltrúar úr foreldrafélagi leggja þar hönd á plóg. Seinni hluta dagsins er hátíðardagskrá sem hefst í íþróttasal skólans klukkan 16.30. Þar verða flutt stutt erindi, sunginn fjöldasöngur og loks farið í skrúðganga og gengið fylktu liði um Síðuhverfi undir drumbuslætti. Þegar komið verður aftur í skólann verður boðið upp á kaffi og afmælistertu og þar verður afmælissýning á B-gangi og ýmislegt til afþreyingar utandyra.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan