Yfirlit frétta

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Svipmyndir frá fyrri vinabæjarmótum.

Ertu á aldrinum 16-20 ára og langar að eignast vini á Norðurlöndunum?

Norrænt vinabæjamót ungmenna verður haldið í Randers í Danmörku dagana 1. - 5. júlí 2024.
Lesa fréttina Ertu á aldrinum 16-20 ára og langar að eignast vini á Norðurlöndunum?
Frá opinni smiðju í langspilsleik í Minjasafninu á Akureyri

Álfar og langspil á Barnamenningarhátíð

Ýmis konar smiðjur og vinnustofur hafa einkennt fyrstu þrjár vikur Barnamenningarhátíðar sem stendur fram að mánaðamótum á Akureyri. Eyjólfur Eyjólfsson heimsótti skóla bæjarins með langspil í farteskinu og lauk sinni ferð með opinni smiðju í Minjasafninu. Þar var einnig haldin orgelsmiðja sem og myndasögusmiðja í Nonnahúsi með Agli Loga Jónassyni. Gilfélagið opnaði myndlistarverkstæði í Deiglunni sem er orðinn árviss viðburður Barnamenningarhátíðar. Á Listasafninu var haldin listasmiðja sem fjallaði um álfa og huldufólk og náttúruna í kringum okkur. Auk þess voru opnaðar tvær nýjar sýningar með verkum barna í Sundlaug Akureyrar og Hofi. Núna á fimmtudag, sumardaginn fyrsta, verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá í Listasafninu, Deiglunni, Minjasafninu og Hofi. Hápunkti hátíðarinnar verður svo náð með fjölskyldutónleikum Sumartóna þar sem Emmsjé Gauti stígur á stokk.
Lesa fréttina Álfar og langspil á Barnamenningarhátíð
Mynd: Bjarki Brynjólfsson.

Sífellt fleiri undirrita rafrænt

Um þessar mundir eru fjögur ár síðan rafrænar undirritanir voru teknar í notkun hjá Akureyrarbæ og hefur þeim fjölgað mikið. Í fyrra voru ríflega 8.100 skjöl, fundargerðir og teikningar undirritaðar rafrænt í gegnum málakerfi bæjarins sem samsvarar í kringum 30 skjölum á hverjum virkum degi ársins.
Lesa fréttina Sífellt fleiri undirrita rafrænt
Mynd: Tinna Stefánsdóttir.

Margt til umræðu á bæjarstjórnarfundi unga fólksins

Margt og mikið bar á góma í líflegum umræðum á árlegum fundi ungmennaráðs með bæjarstjórn sem haldinn var þriðjudaginn 16. apríl sl.
Lesa fréttina Margt til umræðu á bæjarstjórnarfundi unga fólksins
Mynd eftir Ben Wicks á Unsplash

Útboð á skólaakstri fyrir grunnskóla Akureyrarbæjar

Óskað er eftir tilboðum í akstur nemenda á milli skóla og íþróttamannvirkja, auk aksturs til og frá Hlíðarskóla.
Lesa fréttina Útboð á skólaakstri fyrir grunnskóla Akureyrarbæjar
Bókaðu samtal við starfsfólk í skipulags- og byggingarmálum

Bókaðu samtal við starfsfólk í skipulags- og byggingarmálum

Nú er hægt að bóka símtal og viðtal hjá skipulagsfulltrúa, byggingarfulltrúi og starfsfólki í skipulags- og byggingarmálum, í gegnum heimasíðu Akureyrarbæjar.  Tímabókunarhnappinn má finna á forsíðu Akureyri.is.
Lesa fréttina Bókaðu samtal við starfsfólk í skipulags- og byggingarmálum
Útboð á stökum yfirborðsmerkingum gatna á Akureyri

Útboð á stökum yfirborðsmerkingum gatna á Akureyri

Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar óskar eftir tilboðum í framkvæmd hluta af yfirborðsmerkingum gatna á Akureyri 2024-2026.
Lesa fréttina Útboð á stökum yfirborðsmerkingum gatna á Akureyri
Sigríður Örvarsdóttir.

Sigríður Örvarsdóttir ráðin safnstjóri Listasafnsins

Sigríður Örvarsdóttir hefur verið ráðin nýr safnstjóri Listasafnsins á Akureyri.
Lesa fréttina Sigríður Örvarsdóttir ráðin safnstjóri Listasafnsins
Opnað fyrir umsóknir í Vinnuskólann

Opnað fyrir umsóknir í Vinnuskólann

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Vinnuskólann fyrir ungt fólk á aldrinum 14-17 ára.
Lesa fréttina Opnað fyrir umsóknir í Vinnuskólann
Verðfyrirspurn á endurnýjun girðingar leikskólans Hulduheima Kots

Verðfyrirspurn á endurnýjun girðingar leikskólans Hulduheima Kots

Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar óskar eftir verðum í endurnýjun á girðingu umhverfis lóð leikskólans Hulduheima Kots, Þverholti 3-5. Innifalið í verði skal vera allur kostnaður við niðurrif á eldri girðingu og förgun á henni, smíði og uppsetningu á nýrri girðingu.
Lesa fréttina Verðfyrirspurn á endurnýjun girðingar leikskólans Hulduheima Kots
Alþjóðleg vika heimsmarkmiðanna á bókasöfnum

Alþjóðleg vika heimsmarkmiðanna á bókasöfnum

Vika 17 er alþjóðleg vika heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna á bókasöfnum víða um heim. Verkefnið á rætur sínar að rekja til Danmerkur en í ár verður vikan í fyrsta sinn haldin á Íslandi á Amtsbókasafninu á Akureyri. Af því tilefni verða á dagskrá ýmsir viðburðir tengdir heimsmarkmiðunum á safninu.
Lesa fréttina Alþjóðleg vika heimsmarkmiðanna á bókasöfnum