Parísarsamkomulagið á Akureyri

Eiríkur Björn vígir stæði fyrir vistvæna bíla við Hof í ágúst 2015.
Eiríkur Björn vígir stæði fyrir vistvæna bíla við Hof í ágúst 2015.

Á Jarðardeginum, 22. apríl, horfa þjóðir heims til Parísarsamkomulagsins frá síðasta ári og ítreka mikilvægi þess að staðið sé við áætlanir um að bregðast við loftlagsbreytingum og snúa við þeirri þróun sem orsakað hefur hlýnun jarðar. Stefnt er að því að innan fárra ára verði hægt að draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda og snúa við þeirri óheillaþróun sem orðið hefur í loftlagsmálum.

Bæjarstjórinn á Akureyri, Eiríkur Björn Björgvinsson, var á meðal þeirra sem undirrituðu samning bæjarstjóra í París og hefur Akureyrarbær gert áætlanir um verða innan tíðar fyrsta kolefnishlutlausa sveitarfélagið á Íslandi með aukinni skógrækt, notkun lífrænna orkugjafa, endurvinnslu úrgangs og fleiri aðgerðum sem stuðla að því að markmiðið náist. Á Jarðardeginum er með ýmsum hætti ítrekað mikilvægi þess að bæjarfélög og borgir, ríkisstjórnir og þjóðlönd, haldi áfram að vinna að þeim markmiðum sem Parísarsamkomulagið felur í sér. 

Þær merkingar sem notaðar eru á samfélagsmiðlum í tilefni dagsins eru #Cities4Climate og #CompactofMayors.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan