Óskalagatónleikar í Akureyrarkirkju

Eyþór, Óskar og full kirkja af ánægðum tónleikagestum.
Eyþór, Óskar og full kirkja af ánægðum tónleikagestum.

Eyþór Ingi Jónsson og Óskar Pétursson halda Óskalagatónleika í Akureyrarkirkju um verslunarmannahelgina, nánar tiltekið föstudaginn 29. júlí kl. 20. Þeir segjast hafa svo gaman af þessum tónleikum sjálfir að þeir geti ekki hætt, jafnvel þótt "Óskar sé eiginlega orðinn allt of gamall til að halda tónleika", eins og segir í tilkynningu frá þeim félögum.

Lofað er léttu andrúmslofti, gríni og fjölbreyttri tónlist. Tónleikagestir velja lögin af lista með tæplega 300 lögum. Fólk er hvatt til að mæta tímanlega og hafa með sér 2.000 krónur í aðgangseyri.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan