Opinn fundur um velferðarstefnu

Mynd: Auðunn Níelsson.
Mynd: Auðunn Níelsson.

Opinn fundur um gerð velferðarstefnu Akureyrarbæjar, þjónustu við aldrað fólk, verður haldinn fimmtudaginn 26. maí frá kl. 17–19 á 2. hæð í Íþróttahöllinni við Skólastíg, gengið inn um aðalinnganginn að ofanverðu.

Velferð og lífsgæði aldraðs fólks eru mikið hagsmunamál fyrir samfélagið. Fundurinn er opinn öllum en aldrað fólk, aðstandendur og starfsfólk sem sinnir öldruðum, er sérstaklega hvatt til að mæta.

Hér gefst gott tækifæri til að hafa áhrif á stefnu og áherslur Akureyrarbæjar er varðandi málefnið.

www.facebook.com/velferdarstefnaakureyrar

Allir velkomnir!
Velferðarráð Akureyrarbæjar

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan