Nýtt leiðakerfi um mánaðamótin

Ákveðið hefur verið að fresta því að nýtt leiðakerfi Strætisvagna Akureyrar taki gildi en vagnarnir byrja að keyra eftir því um mánaðamótin næstu. Kynningarfundur um leiðakerfið hefur einnig verið færður aftur um sólarhring og verður fimmtudaginn 22. september kl. 17 í Hömrum í Hofi.

Nýja kerfið var unnið með það að leiðarljósi að þjóna markvisst sem flestum íbúum bæjarins og auka þannig notkun strætisvagna. Akstur í grennd við Háskólann á Akureyri og íþróttamannvirki í bænum er aukinn verulega og þjónusta við grunn- og framhaldsskóla er jafnvel enn betri en verið hefur. Sömuleiðis verður leiðin greiðari að Sjúkrahúsinu á Akureyri.

Á kynningarfundinum í Hofi fimmtudaginn 22. september verður farið yfir þær breytingar sem standa fyrir dyrum og markmið breytinganna kynnt.

Leiðakerfið er byggt á fjórum vögnum sem keyra sex mismunandi leiðir. Tvær leiðanna eru hringleiðir sem tengja alla bæjarhluta í sitthvora áttina. Hinar fjórar leiðirnar tengja norður- og suðurhluta bæjarins með viðkomu í miðbæ.

Auk þessara leiða er skólavagn sem gengur þá daga sem kennsla er í MA og VMA.

Í raun eru að mestu leyti sömu götur eknar og verið hefur en þó verður nú hætt að keyra um neðsta hluta Þingvallastrætis og Grófargilið (Listagil) en meiri áhersla lögð á tengingar bæjarhluta um Þórunnarstræti og Dalsbraut.

Yfirlit yfir nýtt leiðakerfi SVA.

Frétt frá 27. september um nýjar tímatöflur.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan