Nýjar stöður sviðsstjóra

Ráðhús Akureyrarbæjar.
Ráðhús Akureyrarbæjar.

Um helgina voru auglýstar lausar til umsóknar fjórar nýjar stöður sviðsstjóra hjá Akureyrarbæ í tengslum við skipulagsbreytingar í stjórnkerfi bæjarins sem fela meðal annars í sér að störf átta deildarstjóra verða lögð niður.

Umbæturnar í stjórnsýslunni miða að því að laga hana að breyttum tímum og ná fram aukinni skilvirkni til hagsbóta fyrir bæjarbúa. Starfsemi og þjónusta Akureyrarbæjar er í sífelldri þróun og með stjórnsýsluumbótunum er stefnt að einfaldari, skilvirkari og hagkvæmari stjórnsýslu fyrir íbúa sveitarfélagsins auk þess sem samskipti á milli miðlægrar stjórnsýslu og fagsviða eru gerð skilvirkari.

Sem hluti af umbótunum er leitað að metnaðarfullum aðilum í fjórar nýjar stöður sviðsstjóra í yfirstjórn Akureyrarbæjar. Allar stöðurnar heyra beint undir bæjarstjóra. Umsóknarfrestur er til 31. október.

Auglýsing um fjögur ný störf sviðsstjóra hjá Akureyrarbæ.

Sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs

Sviðsstjóri samfélagssviðs

Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs

Sviðsstjóri fjársýslusviðs

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan