Norrænir tónlistarmenn á Akureyri

Auglýsing fyrir tónleikana í Húsinu.
Auglýsing fyrir tónleikana í Húsinu.

Fjórar norrænar hljómsveitir staldra við á Akureyri í næstu viku og halda hér tvenna tónleika á tónleikaferð sinni Nordisk 2014 sem legið hefur um Danmörku, Færeyjar og Ísland.

Fyrri tónleikarnir verða í Húsinu í Rósenborg kl. 20 þriðjudagskvöldið 18. febrúar og er frítt inn fyrir alla aldurshópa. Seinni tónleikarnir verða á Græna Hattinum miðvikudagskvöldið 19. febrúar og hefjast kl. 20 og er miðaverð 1.500 krónur.

Hljómsveitirnar eru:

Sekuioa
Sekuioa er dönsk raftónlistarsveit frá Kaupmannahöfn. Hljómsveitin spilar dansvæna raftónlist með lífrænum snertiflötum og hafa komið meðal annars fram á dönsku tónlistarhátíðunum Roskilde, Trailerpark og Ström.

Sea Change
Norska söngkonan Sea Change er undir sterkum áhrifum frá nýbylgjutónlist 9. áratugarins. Hún styðst við hljóðgervla, raddgervla og lykkjur og skapar sérstæða popptónlist sem hefur notið töluverða vinsælda um alla Evrópu.

Byrta
Færeyski dúettinn Byrta er skipaður söngkonunni Guðrið Hansdóttir og Janusi Rasmussen, söngvara Bloodgroup. Byrta leikur kraftmikið og dansvænt rafpopp. Hljómsveitin gaf út sína fyrstu breiðskífu í júní 2013 og hefur komið fram G Festival í Færeyjum og Iceland Airwaves.

Good Moon Deer
Íslenski rafdúettinn Good Moon Deer er skipaður Guðmundi Inga Úlfarssyni á hljóðgervla og Ívari Pétri Kjartansyni á trommur. Good Moon Deer leikur sjónræna og óhefðbundna ratónlist sem daðrar jafnt við Jazz og Teknó. Good Moon Deer hafa komið fram á tónlistarhátíðum á borð við Iceland Airwaves, Reykjavík Music Mess og Lunga.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan