Norrænar loftlagslausnir í Hofi

Opna málþingið "Norrænar loftlagslausnir: Green to Scale" verður haldið fimmtudaginn 19. janúar kl. 15-17 í Menningarhúsinu Hofi. Green to Scale verkefnið greinir hvernig 15 árangursríkar norrænar loftlagslausnir geta dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu og var kynnt á Loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Marrakech í nóvember 2016 (COP22).

Á málþinginu verður fjallað um 15 árangursríkar norrænar loftlagslausnir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu. Auk þess verður kynnt stuttlega hvaða aðferðum tilteknir aðilar beita á Akureyri í sama tilgangi. Markmiðið er að læra af því sem gert er á Norðurlöndum í þessum efnum með þeirri von um að hugmyndir kvikni um það til hvaða aðgerða hægt er að grípa til að draga úr loftlagsbreytingum. Jafnframt að fá innsýn í það hvaða aðferðum sveitarfélagið, stofnanir og fyrirtæki hér á Akureyri beita til þess að draga úr loftlagsbreytingum.

Málþingið er haldið í samstarfi við Stofnun Sæmundar fróða við Háskóla Íslands, upplýsingaskrifstofuna Norðurlönd í fókus og Menningarfélag Akureyrar.

Aðalfyrirlesarar: 

  • Rannsóknarniðurstöður Green to Scale verkefnisins kynntar (á ensku): Oras Tynkkynen ráðgjafi og verkefnisstjóri Sitra, finnski nýsköpunarsjóðurinn 
  • Íslenskar loftslagslausnir: Brynhildur Davíðsdóttir prófessor við Háskóla Íslands 

Örerindi: 

  • Kolefnishlutlaus Akureyri: Guðmundur Haukur Sigurðsson framkvæmdastjóri Vistorku
  • Háskólinn á Akureyri – í átt að kolefnishlutleysi: Brynhildur Bjarnadóttir lektor við Háskólann á Akureyri
  • Er erfitt að minnka útblástur skipa? Hjörvar Kristjánsson verkefnisstjóri við nýsmíðar hjá Samherja
  • Að hvetja til aukinnar sjálfbærni með bættri nýtingu auðlinda: Albertína Friðbjörg Elíasdóttir framkvæmdastjóri EIMS

Fundarstjóri: Sigurður Ingi Friðleifsson framkvæmdastjóri Orkuseturs.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan