Norðlenska hestaveislan

Úr Léttishöllinni.
Úr Léttishöllinni.

Norðlenska hestaveislan er árlegur viðburður í aprílmánuði sem ekkert hestaáhugafólk ætti að láta fram hjá sér fara. Viðburðurinn stendur yfir 17.-18. apríl. Í kvöld, föstudagskvöldið 17. apríl, er sýningin "Fákar og fjör" kl. 20 í Léttishöllinni en þar er um að ræða stjörnum prýdda stórsýningu fyrir hesta og menn.

Á laugardeginum verða hrossaræktarbú heimsótt og um kvöldið er "Stóðhestaveisla", þar sem margir bestu stóðhestar landsins verða sýndir. Að sýningu lokinni verður dansað að sveitasið. Viðburðurinn er í umsjón hestamannafélagsins Léttis. Nánari upplýsingar á heimasíðu félagsins www.lettir.is og á Facebooksíðu viðburðarins.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan