Norðan þrír í Akureyrarkirkju

Tenórarnir Snorri Snorrason, Birgir Björnsson og Kristján Jóhannsson koma fram á tónleikum í Akureyrarkirkju laugardaginn 21. maí kl. 20.00. 

Snorri og Birgir eru báðir fæddir og uppaldir Akureyringar og hafa sungið mikið saman við góðan orðstír. Þeir hafa verið í söngnámi hjá Kristjáni Jóhannssyni stórtenór sem óþarft er að kynna frekar og verður hann sérstakur gestasöngvari með þeim félögum. Karlakór Eyjafjarðar mun einnig stíga á stokk en í ár fagna þeir 20 ára starfsafmæli sínu og kemur kórinn fram ásamt stjórnanda sínum Petru Björk Pálsdóttur.

Undirleik á píanó annast Aladár Rácz og fiðluleik annast Matthías Stefánsson en kynnir verður Skúli Gautason.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan