Mynd er möguleiki

Í tengslum við samgönguviku sem haldin verður á Akureyri 16.-22. september verður efnt til ljósmyndasamkeppni þar sem glænýtt Mongoose Crossway reiðhjól er í aðalverðlaun fyrir bestu myndina. Af öðrum vinningum má nefna skíðapassa í Hlíðarfjall og sundkort í Sundlaug Akureyrar. Þema keppninnar verður „hjól og fólk“ og eru þeir sem vilja freista gæfunnar beðnir að senda myndir á netfangið samak@akureyri.is eða merkja þær #samak á Instagram. Sérstök dómnefnd skoðar innsendar myndir og velur þær bestu. Úrslit ljósmyndasamkeppninnar verða síðan kynnt á alþjóðlega bíllausa deginum sem er mánudagurinn 22. september.

Samgönguvika er evrópskt átak um bættar samgöngur í borgum og bæjum. Markmið vikunnar er að hvetja fólk til umhugsunar um eigin ferðavenjur og virkja það til að nota almenningssamgöngur, hjóla eða ganga. Einnig er vikunni ætlað að hvetja stjórnvöld til að stuðla að notkun þessara samgöngumáta og fjárfesta í nauðsynlegum aðbúnaði.

Dagskrá Evrópskrar samgönguviku á Akureyri 2014 verður auglýst þegar nær dregur en nánari upplýsingar má finna á http://www.facebook.com/samgonguvika og á alþjóðlegri heimasíðu Evrópskrar samgönguviku http://www.mobilityweek.eu.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan