Mikilvægt foreldranámskeið

Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.

Á morgun, föstudaginn 28 október klukkan 10 árdegis, stendur Virkið fyrir klukkustundar skyndihjálparkennslu í samstarfi við Rauða Krossinn. Námskeiðið er sérstaklega ætlað foreldrum lítilla barna. Farið verður m.a. yfir endurlífgun og hvernig á að losa aðstkotahlut í öndunarvegi.

Allir foreldrar sem eru í fæðingarorlofi eða í atvinnuleit og eru heima með barnið sitt eru hvattir til að koma á þessa ókeypis kynningu. Velkomið er að hafa barnið með og það verður heitt á könnunni.

Nánari upplýsingar og fyrirspurnir má senda á netfangið gudfinna.arnadottir@vmst.is

Námskeiðið fer fram í Ungmenna-Húsinu í Rósenborg, Skólastíg 2, efstu hæð.

Virkið er samstarfsverkefni Akureyrarkaupstaðar, Fjölsmiðjunnar, Vinnumálastofnunar og Ungmenna-Hússins sem hefur það m.a. að markmiði að virkja atvinnuleitendur á aldrinum 17-25 ára til athafna og hvejta þá til þátttöku í samfélaginu.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan