Málþing um félags- og tómstundastarf

Akureyrarbær býður bæjarbúum öllum að taka þátt í málþingi um félags- og tómstundastarf í Bugðusíðu,Víðilundi og handverksmiðstöðinni Punktinum sem haldið verður í dag, 19. nóvember, kl. 16.15 í sal félagsmiðstöðvarinnar í Víðilundi 22.

Dagskrá:

  • Siguróli Magni Sigurðsson varaformaður samfélags- og mannréttindaráðs setur þingið
  • Sigríður Stefánsdóttir framkvæmdastjóri flytur erindi um starfsemi félags- og tómstundamála
  • Elín Antonsdóttir notandi Handverksmiðstöðvarinnar Punktsins
  • Fulltrúi notendaráðs eldri borgara
  • Pálína Sigrún Halldórsdóttir iðjuþjálfi kynnir „Hvað er valdefling“
  • Hlé – léttar veitingar
  • Umræðuhópar
  • Niðurstöður hópavinnu
  • Næstu skref
  • Málþingi slitið kl. 19.00

Fundarstjóri Katrín Björg Ríkarðsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra. Málþingið er þátttakendum að kostnaðarlausu og eru allir bæjarbúar velkomnir.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan