Lokanir gatna á Akureyrarvöku og aðrar hagnýtar upplýsingar

Akureyrarvaka 2015
Akureyrarvaka 2015

Loka þarf tímabundið fyrir umferð í miðbænum og í Innbænum vegna dagskrár Akureyrarvöku sem fram fer 26. -27. ágúst.  Lokanirnar eru sem hér segir:

Innbærinn vegna Draugaslóðar
Föstudagur kl. 22.00-23.30 í Innbænum. Hafnarstræti (frá Höpfnershúsinu og til suðurs), Aðalstræti, Lækjargata, Spítalavegi og Naustafjara.

Listagilið/Kaupvangsstræti -göngugata/Hafnarstræti
Föstudagur og laugardagur: Vegna staðsetningar á sviði á gatnamótum Hafnarstrætis og Kaupvangsstrætið lokast þessar leiðir frá kl. 18 á föstudegi og fram á aðfararnótt sunnudags.  

Skipagata/Strandgata/Túngata
Laugardagur kl. 12.00-18.00: Skipagata verður lokuð frá horninu við verslanirnar Sirku og 66 gráður Norður. Strandgata verður lokuð við Sambíóið og Túngata til móts við Pósthúsið. 

Hafnarstræti fyrir framan Laxdalshús
Laugardagur kl. 11-13. Vegna hverfishátíðar verður lokuaður stuttur kafli af Hafnarstræti fyrir framan Laxdalshús og verður hægt að keyra Aðalstræti í staðinn. 

Aðgangur að bílastæðum er m.a. við Skipagötu,við Strandgötu, við Ráðhúsið og við menningarhúsið Hof.

Almenningssalerni eru undir kirkjutröppunum, í menningarhúsinu Hofi og einnig verða sett upp salerni á bílastæðinu við Skipagötu.

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan