Lögreglunámið til Akureyrar

Lögreglumenn á 17. júní hátíðarhöldum í Lystigarðinum.
Lögreglumenn á 17. júní hátíðarhöldum í Lystigarðinum.

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur ákveðið að ganga til samninga við Háskólann á Akureyri vegna kennslu- og rannsóknarstarfsemi á sviði lögreglufræða. Ákveðið var að fela Ríkiskaupum að annast auglýsingu um val á framkvæmdaraðila og halda utan um matsferlið.

Skilafrestur þátttökutilkynninga var 22. júlí 2016 og bárust gögn frá fjórum aðilum: Háskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri, Háskólanum á Bifröst og Háskólanum í Reykjavík. Umsókn Háskólans á Bifröst uppfyllti ekki hæfiskröfu um viðurkenningu til kennslu í sálfræði. 

Ráðherra skipaði þann 20. júlí sl. matsnefnd um lögreglunám á háskólastigi sem fékk það hlutverk að fara yfir innsend gögn.

Niðurstaða matsnefndar var að þrír umsækjendur væru hæfir til að taka við kennslu- og rannsóknarstarfsemi á sviði lögreglufræða. Innbyrðis skipting stigafjölda þeirra umsækjenda sem uppfylltu lágmarksskilyrði var eftirfarandi: 

  • Háskóli Íslands               128 stig af 135
  • Háskólinn á Akureyri      116 stig af 135
  • Háskólinn í Reykjavík     110 stig af 135 

Ráðherra hefur ákveðið að ganga til samninga við Háskólann á Akureyri um kennslu- og rannsóknarstarfsemi á sviði lögreglufræða í samræmi við ákvæði 21. gr. laga um háskóla.

Að mati ráðherra uppfyllti Háskólinn á Akureyri mjög vel þær kröfur sem gerðar eru um gæði náms og aðbúnað til lögreglumenntunar. Þá telur ráðherra aðstæður við HA til þess fallnar að gera nemendum af landinu öllu kleift að leggja stund á lögreglunámi. Að auki er með þessari ákvörðun skotið styrkari stoðum undir fjölbreytta starfsemi Háskólans á Akureyri.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan