Ljósmyndasýning um lífríki Norðurslóða

Ein af myndum sýningarinnar
Ein af myndum sýningarinnar

Ljósmyndasýningin „Lífríki Norðurslóða í gegnum linsuna" verður opnuð föstudaginn 31. júlí fyrir utan Menningarhúsið Hof á Akureyri kl. 14:00. Ljósmyndasýninginsamanstendur af myndum víðsvegar frá Norðurslóðum og sýnir vinningsmyndir úr ljósmyndakeppni sem CAFF skrifstofan á Íslandi, vinnuhópur Norðurskautsráðsins, hefur staðið fyrir síðastliðið ár.

Á sýningunni má einnig sjá megin niðurstöður úr skýrslu er nefnist Lífríki Norðurslóða (Artic Biodiversity Assessment) sem er fyrsta heildstæða mat á lífríki norðurslóða. Að skýrslunni koma yfir 250 vísindamenn víðsvegar að en starfinu var stýrt frá Akureyri. Opnun sýningarinnar er í samstarfi við öflugan kjarna stofnana og fyrirtækja sem koma að norðurslóðamálum á Akureyri auk þess sem ljósmyndakeppnin sjálf naut stuðnings fjölda aðila sem láta sig málið varða.  Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri mun opna sýninguna.  Embla Eir Oddsdóttir, forstöðumaður Norðurslóðanets Íslands mun segja gestum frá því öfluga norðurslóðastarfi sem á sér stað á Akureyri.  Kári Fannar Lárusson, verkefnastjóri hjá CAFF, segir nokkur orð um starfsemi CAFF, hvers vegna ráðist var í að halda ljósmyndakeppni um Norðurslóðir og fjalla um söguna á bak við valdar myndir.
Sýningin er liður í Listasumri á Akureyri og eru allir hjartanlega velkomnir!

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan