Litríkar og ljúffengar möffins

Mömmur og möffins
Mömmur og möffins

Víða er nú bakstur á fullu í eldhúsum bæjarins, en á morgun kl. 14 verður viðburðurinn Mömmur og möffins haldinn í sjötta skipti í Lystigarðinum á Akureyri.  Hópur af áhugasömu fólki á öllum aldri tekur þátt í að baka, skreyta og gefa möff­ins sem síðan verða seldar til styrktar Lyflækningadeildar Sjúkrahússins á Akureyri. Í fyrra söfnuðust um 700.000 krónur sem gefnar voru fæðingadeild Sjúkrahússins.

Viðburðurinn hefur fest sig í sessi og hafa möffinskökurnar oftar en ekki verið uppseldar fljótlega eftir að viðburðurinn hefst.  Því var gripið til þess ráðs í ár að bæta við baksturinn þannig að vonandi verði nóg til handa öllum. Þeir sem eru áhugasamir um að bætast í baksturshópinn er velkomið að baka og eru kökurnar afhentar klukkan 13 í Lystigarðinum.

Bæjarbúar og gestir Einnar með öllu og Unglingalandsmóts UMFÍ eru hvattir til að fjölmenna í Lystigarðinn á morgun laugardag kl. 14.00 til 16:00.  Öll upphæðin sem safnast rennur til Lyflækningardeildar Sjúkrahússins á Akureyri. Athugið að einungis er hægt að greiða með peningum á staðnum.

Það er upplagt að taka með sér drykkjarföng og teppi í Lystigarðinn og njóta veiganna þar.  Þess má þó geta að einnig verður hægt að kaupa kaffi og safa á staðnum.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan