Listaverkið Sigling fært

Sigling á nýja staðnum.
Sigling á nýja staðnum.

Listaverkið Sigling eftir Jón Gunnar Árnason (1931-1989) var undir hádegi í dag fært frá horni Kaupvangsstrætis og Glerárgötu, suður með Drottningarbraut og á litla uppfyllingu austan við nýju göngubrautina sem þar er. Þykir verkið njóta sín mun betur á nýja staðnum en lítið bar á því á gamla staðnum þar sem það var nánast falið í trjágróðri.

Á nýja staðnum kallast Sigling að vissu leyti á við hið fræga verk Sólfar sem einnig er eftir Jón Gunnar og stendur á uppfyllingu við Sæbrautina í Reykjavík og er vinsælt myndefni ferðamanna.

Akureyrarbær lét gera verkið í tilefni aldarafmælis Kaupfélags Eyfirðinga (KEA) árið 1986 en það var vígt hinn 3. ágúst 1990 og stóð fram til þessa dags á horni Glerárgötu og Kaupvangsstrætis. Starfsmenn Slippstöðvarinnar á Akureyri settu listaverkið í stál eftir mótum höfundar.

Smellið á myndirnar til að sjá stærri útgáfur og fletta á milli þeirra.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan