Lestur út um allt

Mynd: Auðunn Níelsson.
Mynd: Auðunn Níelsson.

Landsleikurinn Allir lesa stendur nú sem hæst og Akureyrarstofa, í samvinnu við Amtsbókasafnið og fleiri, hefur skipulagt dagskrá af þessu tilefni. Í dag verður til dæmis haldinn fróðlegur örfyrirlestur í Eymundsson í miðbænum kl. 12.15. Þar talar Ingibjörg Auðunsdóttir frá Miðstöð skólaþróunar við HA um það hvernig lestur er iðkaður alls staðar.

Sögustund fyrir börn á öllum aldri verður síðan í Amtsbókasafninu klukkan 16.15 og verður að lesið úr bangsabókum.

Af óviðráðanlegum orsökum verður hins vegar að aflýsa opnun í Davíðshúsi frá kl. 19-22 í kvöld þar sem til stóð að Gullna hliðið myndi óma um húsakynnin leikið af hljómplötu.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan