Leikskólalæsi í Kiðagili

Vorið 2011 lauk með formlegum hætti í leikskólanum Kiðagili þróunarverkefninu leikskólalæsi. Verkefnið byggðist á fjölbreyttum verkefnum sem unnin voru í starfsmannahópnum og  urðu til  ýmis námsgögn sem kennarar þróuðu út frá hugmyndum sínum og reynslu.

Allar fjórar deildir skólans tóku markvisst þátt í þróun verkefnisins. Þegar því lauk var ákveðið að setja saman hagnýta verkefnabók fyrir kennara sem innihéldi þau verkefni sem urðu til í Kiðagili ásamt verkefnum sem kennarar fengu úr öðrum skólum.

Nú er verkefnabókin tilbúin til afhendingar. Hún er 52 blaðsíður í A4 stærð og kostar 4.000 krónur auk sendingarkostnaðar og inniheldur 32 verkefni fyrir yngri aldurshóp leikskólabarna og 85 verkefni fyrir eldri hópinn. Bókin er til sölu í leikskólanum Kiðagili og hægt er að panta hana á netfanginu abryndis@akmennt.is.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan