Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga

Mynd frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Mynd frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga hefst í Menningarhúsinu Hofi í dag og stendur fram á föstudag. Að þessu sinni eiga seturétt á landsþinginu 151 fulltrúi frá 74 sveitarfélögum.

Auk þess eiga þar seturétt með málfrelsi og tillögurétti formenn og framkvæmdastjórar landshlutasamtaka sveitarfélaga, stjórnarmenn sem ekki eru kjörnir fulltrúar sinna sveitarfélaga eða hafa hætt störfum í sveitarstjórn viðkomandi sveitarfélags og framkvæmdastjórar sveitarfélaga, þ.e. bæjar- og sveitarstjórar. Þá sitja þingið nokkrir innlendir boðsgestir.

Á landsþinginu starfa fjórir umræðuhópar og í þeim verða rædd málefni sveitarstjórnarstigsins og verkefni sambandsins tekin til umfjöllunar með það að markmiði að móta sameiginlega stefnu til næstu fjögurra ára. Ræddar verða þær áskoranir sem sveitarfélögin standa frammi fyrir í dag og í framtíðinni. Yfirskrift landsþingsins að þessu sinni er Áskoranir í bráð og lengd.

Utanaðkomandi sérfræðingar flytja erindi um helstu áskoranir sem sveitarfélögin standa frammi fyrir í velferðarmálum og umhverfismálum í náinni framtíð og fjallað verður um úrlausnarefni dagsins í dag. Þá mun innanríkisráðherra fjalla um sýn ríkisstjórnarinnar á framtíðarþróun sveitarstjórnarstigsins.

Dagskrá 28. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan