Landsbankinn úthlutar styrkjum vegna Akureyrarvöku

Handhafar styrkjanna og fulltrúar þeirra ásamt útibússtjóra Landsbankans á Akureyri og verkefnastjór…
Handhafar styrkjanna og fulltrúar þeirra ásamt útibússtjóra Landsbankans á Akureyri og verkefnastjórum Akureyrarvöku á Ráðhústorgi í dag.

Landsbankinn hefur úthlutað styrkjum til tíu verkefna og viðburða á Akureyrarvöku en samtals voru veittar 400 þúsund krónur til verkefnanna. Styrkveitingin er hluti af samstarfi Akureyrarstofu og Landsbankans sem hefur verið bakhjarl Akureyrarvöku um árabil.

Markmiðið með styrkjunum er að veita hóflega styrki til einstaklinga og hópa sem munu skipuleggja fjölbreytta og áhugaverða viðburði við Ráðhústorg og á göngugötunni á Akureyrarvöku. Fjárstuðningur Landsbankans vegna Akureyrarvöku rennur því beint til listamanna og hópa sem koma fram á Akureyrarvöku. Þetta er í fyrsta sinn sem Landsbankinn og Akureyrarstofa standa að styrkveitingunni en í úthlutunarnefnd sátu fulltrúar frá Akureyrarstofu og  Landsbankanum.

Akureyrarvaka er árleg bæjarhátíð og verður haldin dagana 29.-31. ágúst. Þemað er að þessu sinni AL-menning fyrir almenning þar sem enn meiri áhersla verður lögð á að fá íbúa til að taka þátt og njóta. Vísindasetrið, Draugaslóðin í Innbænum, Rökkurró, líflegt Listagil og tónlist munu spila stórt hlutverk í hátíðinni ásamt mörgum öðrum viðburðum.

Styrkþegar Landsbankans vegna Akureyrarvöku 2014 eru þessir:

  • Axel Flóvent og Rakel Sigurðardóttir – Tónlistaratriði sem er hluti af Horfðu til himins sem fram fer í göngugötunni..
  • Blues Brothers – Tónlistaratriði á karnivalinu.
  • Brynjar Jóhannesson og Drífa Thoroddsen – Vegfarendur geta pantað sér ljóð í göngugötunni.
  • Eva Reykjalín – Zumba fyrir alla. Zumbadans kenndur á Ráðhústorgi.
  • Kristján Atli Baldursson – Ljósmyndasýningin Fallegi bærinn minn. Ljósmyndir þátttakenda í sumarnámskeiði fyrir börn á Akureyri.
  • Sjálfsprottin spévísi – Tónleikar á þakinu á Kaffi Amor sem einnig er hluti af Horfðu til Himins .
  • Skapandi sumarstörf – Ungmenni koma fram sem þekktar persónur úr sögu Akureyrar og gefa gamlar bækur úr Amtsbókasafninu.
  • Taekwondo deild Þórs – Taekwondo-sýning á Ráðhústorginu.
  • Ungmennalistahópurinn Kaþarsis – Samsýning þar sem ritlist og myndlist tvinnast saman í skemmtilega heild.
  • Þorgils Gíslason –  Hljóðgarðar. Tónlist The Doors og ljóð Jims Morrissons í nýrri íslenskri þýðingu sem spiluð verður í gámum.
Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan