Kvikmyndagerð með Umhyggju

Aðalleikarar og leikstjórar myndarinnar.
Aðalleikarar og leikstjórar myndarinnar.

Aðstandendur gamanmyndarinnar Bakk standa fyrir hátíð á Ráðhústorgi sunnudaginn 24. ágúst frá kl. 14-17 til styrktar Umhyggju, félags til stuðnings langveikum börnum. Fram koma Hildur Eir Bolladóttir, Eik og Una Haraldsdætur, Lára Sóley og Hjalti, Jón Páll Norðfjörð, Marína Ósk og Einar, Rúnar Eff, Hundur í óskilum og fleiri. Kynnir er Skúli Gautason.

Gamanmyndin Bakk segir frá tveimur æskuvinum sem ákveða að bakka hringinn í kringum Ísland til styrktar langveikum börnum og er áætlað að tökum ljúki nú á haustmánuðum. Handrit myndarinnar er eftir Gunnar Hansson en hann leikstýrir ásamt Davíð Óskari Ólafssyni. Í aðalhlutverkum eru Gunnar Hansson, Víkingur Kristjánsson og Saga Garðarsdóttir en af öðrum leikurum má nefna Þorstein Gunnarsson, Ólafíu Hrönn Jónsdóttur, Þorstein Bachmann, Hönnu Maríu Karlsdóttur, Hallgrím Ólafsson, Halldóru Geirharðsdóttur og Jóhannes Hauk Jóhannesson.

Á hátíðinni á Ráðhústorgi verður happdrætti með veglegum vinningum og allur ágóði rennur óskertur til Umhyggju. Einnig er hægt að leggja málefninu lið með því að hringja í síma:

902 5001 - 1000 kr.
902 5003 - 3000 kr.
902 5005 - 5000 kr.

eða með því að leggja inn á eftirfarandi reikning:

Reikningsnúmer: 0101-15-371020
Kennitala: 581201-2140

www.facebook.com/bakkthemovie

Viðtal við aðstandendur myndarinnar á Rás 2.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan